Höfundur: Kristín Helga Gunnarsdóttir

Fíasól og litla ljónaránið

Einu sinni var Fíasól á flandri og um það var skrifuð bók. En auðvitað var það ekki sagan öll. Mikilvægum staðreyndum var leynt. Ekkert var sagt frá fáránlegum leiðangri í skemmtigarð þar sem skuggalegt fólk og framandi dýr komu við sögu. Fíasól og fjölskyldan ætluðu að þegja yfir ævintýrinu en nú er kominn tími til að leysa frá skjóðunni.

Obbuló í Kósímó Gjafirnar

Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Hér er svarað mikilvægum jólaspurningum eins og: Hvað át afi? Hver tók allt sem týndist? Má pota í pakka og klípa þá? Hvað var í risarisastóra pakkanum?

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Obbuló í Kósímó Duddurnar Kristín Helga Gunnarsdóttir Bjartur Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Er hægt að hætta með duddu? Getur afi hætt að drekka kaffi? Mega börn vera aleinn heima á kvöldin? Þessum spurningum og öðrum er svarað í bókinni.
Fíasól í logandi vandræðum Kristín Helga Gunnarsdóttir Bjartur Áttunda bókin um hina heimsfrægu Fíusól sem er í logandi vandræðum. Það er eldgos í Vindavík, Bjössi byssó flytur í götuna, Fíasól tínir upp skítalummur og syngur í Skólóvisjón. Halldór Baldursson teiknar sem fyrr veröld Fíusólar.
Obbuló í Kósímó Vinirnir Kristín Helga Gunnarsdóttir og Halldór Baldursson Bjartur Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Má skilja útundan? Hver er Nikólína? Er bannað að tala við ókunnuga? Spurningunum er svarað í þessari bók.
Obbuló í Kósímó - Myrkrið Kristín Helga Gunnarsdóttir og Halldór Baldursson Bjartur Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Hver er hræddur við hlussulegt tramp? Býr einhver í ísskápnum hjá Símoni kennara? Hvað gerir gat á myrkrið hjá Obbuló? Þessum spurningum og öðrum er svarað í bókinni.
Obbuló í Kósímó - Nammið Kristín Helga Gunnarsdóttir og Halldór Baldursson Bjartur Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Eru sumir dagar leiðinlegir? Gleymir fólk að sækja börn í leikskólann? Er hollt að troða í sig miklu nammi? Spurningunum er svarað í þessari bók.
Ótemjur Kristín Helga Gunnarsdóttir Bjartur Amma Fló deyr á þrettán ára afmælisdegi Lukku. Hún þarf því að flýja skuggaverurnar, koma sér burt úr Hyldýpinu og gera sínar eigin áætlanir. Það er ekki einfalt því í hana toga dularfullir skagfirskir kraftar. Örlagasaga eftir einn vinsælasta rithöfund landsins.
Obbuló í Kósímó Snyrtistofan Kristín Helga Gunnarsdóttir Bjartur Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Þar búa líka mamma, pabbi og Bessi besti bróðir. Hann á Þrjá pabba, sem er mjög ósanngjarnt. Obbuló á bara einn.