Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Aðeins fleiri Pabbabrandarar 2.0

  • Höfundur Þorkell Guðmundsson
Forsíða bókarinnar

Veislan heldur áfram með nýjum skammti af pabbagríni. Jafnvel enn súrara og langsóttara en í síðustu bók.

Síðustu þrjú ár hafa verið skemmtileg og lærdómsrík.

Þegar árið 2024 gengur í garð hafa 680 nýir

pabbabrandarar litið dagsins ljós og verið birtir á

samfélagsmiðlum.

Það er virkilega gaman og áhugavert að leika sér með

íslenska tungu og önnur tungumál í bland. Þegar vel er

að gáð finnast ótalmörg samheiti, andheiti og margræð orð

sem hægt er að snúa út úr þvers og kruss. Svo ekki sé

minnst á öll orðtökin og málshættina.

Þrátt fyrir að stundum sé mikil pressa að semja þrjá

pabbabrandara á viku er mjög gefandi að koma fólki til að

hlæja (eða reyna það a.m.k.).

Í þessum bransa eins og öðrum eru hæðir og lægðir.

Suma daga tekst mér að semja 15-20 brandara án þess að

hafa nokkuð fyrir því. Svo geta liðið nokkrar vikur þar

sem ekkert er að frétta.

Af mikilli auðmýkt og þakklæti vona ég að

lesendur njóti og hafi gaman af pabbahúmornum sem

hér hefur verið færður til bókar í annað sinn. Þessi bók

er frábrugðin þeirri fyrstu að því leyti að í henni eru

nokkrir myndabrandarar.