Palli Play­station

Ný saga í geysivinsælum bókaflokki um Stellu og fjölskyldu hennar sem hófst með Mömmu klikk. Nú hefur systkinum Stellu fjölgað um tvö og heimilislífið er ansi skrautlegt. Allt fer þó endanlega í vitleysu þegar Palli stóri bróðir hættir með Bellu kærustunni sinni. Þá verður Stella að bjarga málunum! En hvernig skyldi það ganga?