Prumpulíus og Hiksta-Halla

Forsíða kápu bókarinnar

Önnur bókin um Prumpulíus brelludreka. Við kynnumst Hiksta-Höllu hænunni snjöllu.

Hann með andfælum vaknaði

við heljarinnar hvell.

Er eitthvað hrapaði til jarðar

með tilheyrandi skell’.

Stórfurðuleg hæna brotlendir steinsnar frá Prumpulíusi Brelludreka. Og hún er með hiksta. Prumpulíus er auðvitað allur af vilja gerður til að hjálpa henni. En hvað ef hún losnar ekki við hikstann? Önnur bókin í röðinni um prumpusmellinn knáa.

Stórskemmtilegur söguþráður, hljóðheimur og rím og bókin þar af leiðandi uppspretta hláturs, hiksta og prump.