Bjössi Bras fótboltakappi
Spilaðu fótbolta með Bjössa Bras. Mögnuð lítil bók með sniðugum rennum til að hreyfa. Sparkaðu boltanum og taktu þátt í alvöru stórleik! Bókin hentar þeim yngstu. Sagan er í bundnu máli.
Spilaðu fótbolta með Bjössa Bras. Mögnuð lítil bók með sniðugum rennum til að hreyfa. Sparkaðu boltanum og taktu þátt í alvöru stórleik! Bókin hentar þeim yngstu. Sagan er í bundnu máli.
Bjössi Bras er á höttunum eftir risaeðlum. Hjálpaðu honum að finna þær í þessari sniðugu bók - fyrir þau yngstu.
Bjössi Bras fer með vinum sínum í sund. Mögnuð lítil bók með sniðugum rennum til að hreyfa.Hoppaðu út í laug og taktu sundsprett! Bókin hentar þeim yngstu. Sagan er í bundnu máli.
Bóbó bangsi hjálpar við jólabaksturinn og heimsækir jólaþorpið. Hann leikur sér í snjónum og opnar jóladagatalið sitt. Í þessari litríku bók eru skemmtilega og þroskandi verkefni fyrir unga lesendur
Það er opið hús á slökkvistöðinni. Bóbó bangsi fer með pabba sínum og þar er margt að sjá. Hann fær að skoða bílana, fara upp með körfubílnum og skoða stöðina. Hann fylgist síðan með slökkviliðinu að bjarga fólki og slökkva elda. Harðspjaldabók fyrir börn á aldrinum 0-4 ára. Á síðustu opnunni eru myndir af hlutunum. Getur þú fundið þá í bókinni?
Lítil börn munu hafa gaman af að heyra fjöruna lifna við þegar þau þrýsta á hnappana á síðunum þessarar yndislega myndskreyttu bókar.
Hvernig er að klappa svíni er vönduð snertu-og-finndu-bók með flipum. Í henni eru fullt af dýrum sem hægt er að kynnast og klappa. Fjölbreytt áferð og líflegur þráður leiðir börnin áfram.
Lærum litina er litrík og skemmtileg bók. Í bókinni er farið yfir helstu litina í litrófinu og þeir tengdir við kunnuglega hluti. Krakkarnir geta þreifað og fundið áferð hlutanna.
Bókin er ríkulega myndskreytt og mörg orð að læra. Á hverri opnu er að finna samstæðuspil og árstíðatengd orð sem leiða til samtals og málörvunar. Bókin er sannkölluð spilabóka en þar eru leikirnir: Samstæðuspil, leitaðu og finndu og feluleikur. Fylgdu Pésa og Pippu og uppgötvaðu hvað gerir hverja árstíð ánægjulega.
Pipp og Pósý gista saman, en Pipp er myrkfælinn. Pósý fær snjalla hugmynd, þegar næturljósið hans Pipps bilar, sem kennir honum að myrkrið er ekkert svo hættulegt.
Pipp og Pósý hafa stofnað hljómsveit. Sigga langar að spila með, en Pipp og Pósý finnst hann of hávær. Eiga vinirnir eftir að hlusta hver á annan og spila á hljóðfærin sín saman?
Pipp og Pósý hoppa í pollum í alveg eins stígvélum en tærnar hennar Pósýjar eru kramdar. Vinirnir uppgötva að þau geta verið pollavinir – sama hverju þau klæðast.
Pipp og Pósý elska að kitla hláturtaugarnar með fyndnu sýningunni sinni. Þegar vinir þeirra vilja horfa á, fær Pipp sviðskrekk og langar ekki að taka þátt.
Önnur bókin um Prumpulíus brelludreka. Við kynnumst Hiksta-Höllu hænunni snjöllu.
Bókin um Prumpulíus og Roplaug er þriðja bókin um brelludrekann knáa. Í bókinni mætir Roplaugur í Drekadal með hvílíkum látum og gleypugangi. Vinirnir Hiksta-Halla og Prumpulíus reyna að ná stjórn á aðstæðum og grípa til örþrifaráða til að stöðva óhemjuna. Bráðfyndin saga sem fjallar um á stjórnlaus búkhljóð og sannan vinskap ólíkra einstaklinga.
Angans litli hvolpur þarf aðstoð þína. Blíðar strokur og klapp á magann gera alla daga betri.