Útgefandi: Setberg

Bóbó bangsi og slökkviliðið

Það er opið hús á slökkvistöðinni. Bóbó bangsi fer með pabba sínum og þar er margt að sjá. Hann fær að skoða bílana, fara upp með körfubílnum og skoða stöðina. Hann fylgist síðan með slökkviliðinu að bjarga fólki og slökkva elda. Harðspjaldabók fyrir börn á aldrinum 0-4 ára. Á síðustu opnunni eru myndir af hlutunum. Getur þú fundið þá í bókinni?

Samstæðuspilið mitt Pési og Pippa Ánægjulegar árstíðir

Bókin er ríkulega myndskreytt og mörg orð að læra. Á hverri opnu er að finna samstæðuspil og árstíðatengd orð sem leiða til samtals og málörvunar. Bókin er sannkölluð spilabóka en þar eru leikirnir: Samstæðuspil, leitaðu og finndu og feluleikur. Fylgdu Pésa og Pippu og uppgötvaðu hvað gerir hverja árstíð ánægjulega.

Prumpulíus og Roplaugur

Bókin um Prumpulíus og Roplaug er þriðja bókin um brelludrekann knáa. Í bókinni mætir Roplaugur í Drekadal með hvílíkum látum og gleypugangi. Vinirnir Hiksta-Halla og Prumpulíus reyna að ná stjórn á aðstæðum og grípa til örþrifaráða til að stöðva óhemjuna. Bráðfyndin saga sem fjallar um á stjórnlaus búkhljóð og sannan vinskap ólíkra einstaklinga.