Prumpulíus og Roplaugur
Bókin um Prumpulíus og Roplaug er þriðja bókin um brelludrekann knáa. Í bókinni mætir Roplaugur í Drekadal með hvílíkum látum og gleypugangi. Vinirnir Hiksta-Halla og Prumpulíus reyna að ná stjórn á aðstæðum og grípa til örþrifaráða til að stöðva óhemjuna. Bráðfyndin saga sem fjallar um á stjórnlaus búkhljóð og sannan vinskap ólíkra einstaklinga.