Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ráðgátan um dularfulla sælgætisskrímslið

Draugastofan 2

Forsíða kápu bókarinnar

Sælgætisverslun Siggu sætu er tómleg. Það vill enginn kaupa neitt þar lengur því þar er draugur sem fær sér bita af sælgætinu og fleygir því á gólfið!

En hvað vill sælgætisskrímslið eiginlega og hvers vegna gengur það aftur?

Geta Edda og Krummi á Draugastofunni komið Siggu sætu til bjargar eða neyðist hún til að loka búðinni?

Æsispennandi og fjörug ráðgáta til að leysa!

Önnur bókin í bókaflokki Kristina Ohlsson, einn fremsta spennusagnahöfund Svía, um Draugastofuna, ríkulega myndskreytt hlýlegum teikningum eftir myndhöfundinn Moa Wallin.