Leyndardómur varúlfsins
Í bænum Eldsala loga skógareldar. Eldsvoðarnir bera þess merki að vera viljaverk einhvers. Á kvöldin heyrir Herbert hrollvekjandi ýlfur og sér stórar skepnur sem líkjast hundum bregða fyrir í skóginum. Skyndilega eru Herbert og Sallý vinkona hans flækt í ráðgátu sem er mun ískyggilegri en nokkurn gat grunað. Munu þau geta bjargað Eldsala?