Rækjuvík

Saga um dularfull skeyti og stuð

Forsíða kápu bókarinnar

Eftir langan, dimman vetur og vægast sagt glatað vor, er sólin loksins mætt til Reykjavíkur. Tvíburasystkinin Inga og Baldur eru komin í sumarfrí og forvitni þeirra er vakin þegar þau finna dularfullt flöskuskeyti. Þau ákveða að rannsaka málið á sinn einstaka hátt og ævintýri hversdagsins hefjast!

Bókinni fylgja alls konar aukahlutir! Kíktu í vasann aftast til að svala forvitninni!

Rækjuvík er þriðja bókin um tvíburana uppátækjasömu en áður hafa komið Grísafjörður og Héragerði. Fyrri bækurnar voru hlaðnar lofi og hlutu alls konar tilnefningar og verðlaun.

Rækjuvík er bráðskemmtileg, fyndin, litrík og falleg bók um systkini sem eru jafn ólík og dagur og nótt. Hún er sjálfstætt framhald Grísafjarðar og Héragerðis. Lóa Hlín hefur tvívegis hlotið Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar, verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna, Barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs og Vestnorrænu barnabókaverðlaunanna. Bækur hennar hafa verið valdar bækur ársins af bóksölum landsins og Morgunblaðinu.