Höfundur: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
DÆS Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Salka 2020 var ótrúlegt ár. Lóa Hjálmtýsdóttir, sem aldrei stendur við áramótaheit, ákvað að teikna eina mynd á dag á árinu á tilraunastofu sinni. Aldrei hafði hana grunað hvað árið myndi bera í skauti sér – og að það væri hlaupár í þokkabót! Myndirnar 366 spegla sameiginlega reynslu samfélags í samkomubanni – og við megum leyfa okkur að hlæja smá. Bæ...
Héragerði Ævintýri um súkkulaði og kátínu Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Salka Tvíburarnir Inga og Baldur eru alveg að komast í páskafrí. Framundan sjá þau fyrir sér talsvert súkkulaðiát og almenna flatmögun en í ljós kemur að þau eiga að gista hjá ömmu sinni sem er nýflutt til landsins í hið dularfulla byggðarlag Héragerði. Bráðskemmtileg, fyndin, litrík og falleg bók um systkini sem eru jafn ólík og dagur og nótt.
Mamma kaka Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Salka Viggó er kominn í vetrarfrí. En það er mamma alls ekki. Hún hefur engan tíma til að leika við Viggó heldur vill bara vinna, sussa og skammast. Þá væru góð ráð dýr fyrir flesta krakka. En ekki fyrir Viggó!
Snuðra og Tuðra fara í útilegu Iðunn Steinsdóttir Salka Það er komið sumar og Snuðra og Tuðra eru á leið í útilegu með mömmu sinni og pabba. Systurnar eru spenntar og vilja taka öll leikföngin sín með í tjaldið en mamma segir að það sé ekki pláss í bílnum. Það er margt spennandi á tjaldsvæðum en Snuðra og Tuðra komast að því að það er mjög mikilvægt að týna ekki tjaldinu sínu!