Ragnarök undir jökli

Forsíða kápu bókarinnar

Þegar Magnea Ísaksdóttir, blaðamaður Kroníkunnar, heimsækir höfuðvígi umdeilds ásatrúarsafnaðar undir Tindfjallajökli flækist hún í háleitar fyrirætlanir allsherjargoðans, Óðins Jónssonar. Óðinn trúir því að söfnuðurinn sæti ofsóknum yfirvalda og að kominn sé tími til að spyrna við fótum. Áður en Magnea veit af er hún í auga storms sem eirir engu.

Óðinn og fylgjendur hans eru reiðubúnir að berjast fyrir frelsi sínu. Reiðubúnir að láta sverfa til stáls.

Ragnarök undir jökli er saga um dramb og firringu, vanmátt, von og miskunnarleysi örlaganna.

Ragnarök undir jökli er sjálfstætt framhald af Stóra bróður (2022) og önnur bókin í Kroníkuseríunni.