Höfundur: Skúli Sigurðsson

Ragnarök undir jökli

Þegar Magnea Ísaksdóttir, blaðamaður Kroníkunnar, heimsækir höfuðvígi umdeilds ásatrúarsafnaðar undir Tindfjallajökli flækist hún í háleitar fyrirætlanir allsherjargoðans, Óðins Jónssonar. Óðinn trúir því að söfnuðurinn sæti ofsóknum yfirvalda og að kominn sé tími til að spyrna við fótum. Áður en Magnea veit af er hún í auga storms sem eirir engu.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Maðurinn frá São Paulo Frá handhafa Blóðdropans 2022. Skúli Sigurðsson Drápa Maðurinn frá São Paulo er spennusaga um launmorð, njósnir og nasista á flótta. Í þessari annarri bók sinni fléttar Skúli Sigurðsson skáldskap saman við sögulega atburði og raunverulegar persónur svo úr verður magnaður hildarleikur – sem heldur lesendum í heljargreipum til síðustu síðu.
Slóð sporðdrekans Skúli Sigurðsson Drápa Hörkuspennandi saga um örvæntingarfullan föður á framandi slóðum, sex byssukúlur og úlfa í sauðargærum. Slóð sporðdrekans er æsispennandi, ógnarhröð og heldur lesandanum í algerri óvissu til söguloka.
Stóri bróðir Skúli Sigurðsson Drápa Stóri bróðir er saga um hefnd og réttlæti, um kærleika og missi, ofbeldi og gamlar syndir. Svartklædd vera gengur í skrokk á manni við Rauðavatn og hverfur svo eins og vofa út í nóttina. Enginn veit hver árásarmaðurinn er eða hvað vakir fyrir honum. Stóri bróðir er hörkuspennandi glæpasaga sem heldur lesandanum föngnum frá upphafi til enda.