Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Rauð viðvörun! Jólin eru á leiðinni

Spennandi jólasaga í 24 stuttum köflum sem upplagt er að lesa á aðventunni eða um jólin. Hér segir frá æsilegri leit systkinanna Jóa og Lóu að jólagjöfum sem leiðir þau í mikil ævintýri. Geta krakkarnir á endanum gefið öllum eitthvað sniðugt á aðfangadagskvöld? Ný og skemmtileg saga eftir einn ástsælasta höfund landsins.