Rauð viðvörun! Jólin eru á leiðinni

Spennandi jólasaga í 24 stuttum köflum sem upplagt er að lesa á aðventunni eða um jólin. Hér segir frá æsilegri leit systkinanna Jóa og Lóu að jólagjöfum sem leiðir þau í mikil ævintýri. Geta krakkarnir á endanum gefið öllum eitthvað sniðugt á aðfangadagskvöld? Ný og skemmtileg saga eftir einn ástsælasta höfund landsins.