Höfundur: Sigrún Eldjárn

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Gælur, fælur og þvælur Sigrún Eldjárn og Þórarinn Eldjárn Forlagið - Vaka-Helgafell Barnaljóðabækur Þórarins og Sigrúnar Eldjárn hafa glatt íslenska lesendur í meira en þrjá áratugi og margir eiga sitt eftirlætiskvæði úr þeim ríkulega vísnabrunni. Hér yrkir Þórarinn sextán skemmtileg kvæði um allt milli himins og jarðar en Sigrún skreytir þau með fjörlegum olíumálverkum.
Hænsnakofi minninganna Jóhannes Bergsveinsson Forlagið - Mál og menning Hugljúfar minningar gamals manns handa barnabörnunum frá því að hann var lítill drengur í sveit á Breiðafirði á síðustu öld. Sögur af litlu gulu hænunni sem lendir í ýmsum ævintýrum við að ala upp ungana sína, og á í alls konar samskiptum við aðrar hænur og aðra fugla sem villast stundum inn í kofann.
Kuggur Kátt er í Köben Sigrún Eldjárn Forlagið - Mál og menning Kuggur, Málfríður og mamma Málfríðar eru alltaf jafn hress og kát, og bækurnar um þau hafa nú glatt íslensk börn í 35 ár. Hér kemur glæný bók um ævintýri mæðgnanna og Kuggs í Kaupmannahöfn.
Ófreskjan í mýrinni Sigrún Eldjárn Forlagið - Mál og menning Í útjaðri lítils þorps standa tvö hús; annað er blámálað og fallegt, hitt er bæði grátt og hrörlegt. Einn daginn kemur fjölskylda í þorpið: pabbi og þrír krakkar sem vita ekkert um umhverfið eða ófreskjuna í mýrinni. Hér er komin dularfull og grípandi saga, prýdd fjölda litmynda, eftir margverðlaunaðan metsöluhöfund.
Rauð viðvörun! Jólin eru á leiðinni Sigrún Eldjárn Forlagið - Mál og menning Spennandi jólasaga í 24 stuttum köflum sem upplagt er að lesa á aðventunni eða um jólin. Hér segir frá æsilegri leit systkinanna Jóa og Lóu að jólagjöfum sem leiðir þau í mikil ævintýri. Geta krakkarnir á endanum gefið öllum eitthvað sniðugt á aðfangadagskvöld? Ný og skemmtileg saga eftir einn ástsælasta höfund landsins.
Rím og roms Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn Forlagið - Mál og menning Barnaljóðabækur Þórarins og Sigrúnar Eldjárn hafa glatt kynslóðir íslenskra barna. Þessi fallega bók geymir nýjar og skemmtilegar vísur um kaldar og heitar krumlur, heilagar kýr, kubba, tröll og margt, margt fleira. Hver opna er prýdd fjörugum myndum sem endalaust er hægt að skoða. Óskabók fyrir litla og stóra ljóðaorma.
Kuggur Skordýraþjónusta Málfríðar Sigrún Eldjárn Forlagið - Mál og menning Kuggur, Málfríður og mamma Málfríðar eru alltaf jafn hress og kát, og bækurnar um þau hafa nú glatt íslensk börn í 35 ár. Hér er glæný útgáfa af sögunni um það þegar Málfríður stofnar sitt eigið fyrirtæki og ætlar að leysa hvers manns vanda með aðstoð ýmiss konar skordýra.
Umskiptingur Sigrún Eldjárn Forlagið - Mál og menning Systkinin Sævar og Bella eru í berjamó þegar Bella hverfur skyndilega og í stað hennar birtist tröllastrákurinn Steini. Saman hrópa strákarnir á hjálp og á svipstundu birtast ofurpabbi, Ofur-Sól og Ofur-Máni til að leysa vandann. En það verður ekki einfalt! Leikrit eftir þessari spennandi sögu var sett upp í Þjóðleikhúsinu nú í vor.