Niðurstöður

  • Sigrún Eldjárn

Rauð viðvörun! Jólin eru á leiðinni

Spennandi jólasaga í 24 stuttum köflum sem upplagt er að lesa á aðventunni eða um jólin. Hér segir frá æsilegri leit systkinanna Jóa og Lóu að jólagjöfum sem leiðir þau í mikil ævintýri. Geta krakkarnir á endanum gefið öllum eitthvað sniðugt á aðfangadagskvöld? Ný og skemmtileg saga eftir einn ástsælasta höfund landsins.

Rím og roms

Barnaljóðabækur Þórarins og Sigrúnar Eldjárn hafa glatt kynslóðir íslenskra barna. Þessi fallega bók geymir nýjar og skemmtilegar vísur um kaldar og heitar krumlur, heilagar kýr, kubba, tröll og margt, margt fleira. Hver opna er prýdd fjörugum myndum sem endalaust er hægt að skoða. Óskabók fyrir litla og stóra ljóðaorma.