Niðurstöður

  • Sigrún Eldjárn

Gælur, fælur og þvælur

Barnaljóðabækur Þórarins og Sigrúnar Eldjárn hafa glatt íslenska lesendur í meira en þrjá áratugi og margir eiga sitt eftirlætiskvæði úr þeim ríkulega vísnabrunni. Hér yrkir Þórarinn sextán skemmtileg kvæði um allt milli himins og jarðar en Sigrún skreytir þau með fjörlegum olíumálverkum.

Kuggur

Kátt er í Köben

Kuggur, Málfríður og mamma Málfríðar eru alltaf jafn hress og kát, og bækurnar um þau hafa nú glatt íslensk börn í 35 ár. Hér kemur glæný bók um ævintýri mæðgnanna og Kuggs í Kaupmannahöfn.

Ófreskjan í mýrinni

Í útjaðri lítils þorps standa tvö hús; annað er blámálað og fallegt, hitt er bæði grátt og hrörlegt. Einn daginn kemur fjölskylda í þorpið: pabbi og þrír krakkar sem vita ekkert um umhverfið eða ófreskjuna í mýrinni. Hér er komin dularfull og grípandi saga, prýdd fjölda litmynda, eftir margverðlaunaðan metsöluhöfund.

Kuggur

Skordýraþjónusta Málfríðar

Kuggur, Málfríður og mamma Málfríðar eru alltaf jafn hress og kát, og bækurnar um þau hafa nú glatt íslensk börn í 35 ár. Hér er glæný útgáfa af sögunni um það þegar Málfríður stofnar sitt eigið fyrirtæki og ætlar að leysa hvers manns vanda með aðstoð ýmiss konar skordýra.

Umskiptingur

Systkinin Sævar og Bella eru í berjamó þegar Bella hverfur skyndilega og í stað hennar birtist tröllastrákurinn Steini. Saman hrópa strákarnir á hjálp og á svipstundu birtast ofurpabbi, Ofur-Sól og Ofur-Máni til að leysa vandann. En það verður ekki einfalt! Leikrit eftir þessari spennandi sögu var sett upp í Þjóðleikhúsinu nú í vor.