Rauðhetta

Forsíða kápu bókarinnar

Þrjár systur: Lisbet, sem er ljósmóðir, Judith, sem er ljósmyndari og Carol, sem á við áfengisvandamál að stríða. Hver þeirra skyldi það vera sem ryður úr vegi hættulegum vandræðamönnum en virðist á yfirborðinu „ósköp venjuleg“? Lögregluforingi á eftirlaunum kemst á sporið – og úr verður æsilegt kapphlaup sem berst meðal annars til Íslands.

Magnaður spennutryllir eftir norsku spennusagnadrottninguna Unni Lindell.

UNNI LINDELL hefur tvívegis hreppt hin virtu Riverton-verðlaun í Noregi og vinsælar sjónvarpsmyndir hafa verið gerðar eftir sögum hennar sem m.a. hafa verið sýndar á RÚV.

* * * „Fær hárin til að rísa.“ – Aftenposten

„Ein flottasta og snjallasta röddin í heimi skandinavískra glæpasagna.“ – Il Sole 24 Ore

„Þegar Lindell tekst best upp er lesandinn eins og límdur við blaðsíðurnar. –Adresseavisen