Rauðhetta
Þrjár systur: Lisbet, sem er ljósmóðir, Judith, sem er ljósmyndari og Carol, sem á við áfengisvandamál að stríða. Hver þeirra skyldi það vera sem ryður úr vegi hættulegum vandræðamönnum en virðist á yfirborðinu „ósköp venjuleg“? Lögregluforingi á eftirlaunum kemst á sporið – og úr verður æsilegt kapphlaup sem berst meðal annars til Íslands.