Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Riddarar hringstigans

Forsíða bókarinnar

Eftirminnileg verðlaunabók sem markaði tímamót í íslenskri sagnagerð þegar hún kom fyrst út 1982. Þetta er sígild þroskasaga um viðburðaríka æsku, sögð af barnslegri einlægni drengs en alvitur sögumaður býr yfir visku og yfirsýn. Frásagnarhátturinn er óvenjulegur, orðfærið einstakt og hugarflugið ómótstæðilegt. Halldór Guðmundsson ritar eftirmála.