Rimsírams

Forsíða bókarinnar

Þessi fjörlega bók geymir skáldskap og skoðanir, minningar og mas, brýningar og boðskap – allrahanda rimsírams. Guðmundur Andri lýsir hér hversdögum og sparidögum, morgunstundum og draumanóttum, rýnir í fortíð og samtíð og framtíð, sjálfan sig og samfélagið. Stílvopnið er vel yddað og lesendum boðið upp í dans við orð og hugmyndir um allt sem er.