Rúmmálsreikningur III
Þriðja bindi af sjö í skáldsögu Solvej Balle um Töru Selter sem situr föst í nóvemberdegi. Höfundurinn hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 fyrir fyrstu þrjú bindin sem nú eru öll komin út á íslensku í þýðingu.
„Hann segist vera að reyna að venjast því að borða úrgang. Hann áttar sig alveg á að við notum heiminn upp til agna. Hann hefur séð það: tómu hillurnar. Hann hefur séð rétti strokaða út af töflum veitingastaða og kaffihúsa og hann hefur séð litlu plastpakkningarnar með apríkósumauki klárast af morgunverðarhlaðborði hótels en þá færði hann sig á annað hótel.“