Höfundur: Nadia Shireen

Rumpuskógur: Árás fýluskrímslisins

Stórfótur leikur lausum hala í Rumpuskógi! En mikið stendur til því íkornapar eitt ætlar að gifta sig með pompi og prakt. Ætli skrímslið bjóði sér í brúðkaupið? Eitt er víst og það er að Teddi og Nanna og vinir neyðast nú til að halda á vit óvissunnar til þess að bjarga Rumpuskógi frá þessu hræðilega og illa lyktandi fýluskrímsli. www.kver.is

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Fyrsta bók Rumpuskógur Nadia Shireen Kver bókaútgáfa Rumpuskógur eftir Nadiu Shireen er hrikalega fyndin, frumleg og spennandi bók sem lýsir ótrúlegu ævintýri borgarrefanna og systkinanna Nönnu og Tedda. Eftir óheppilegt atvik sem tengist rófunni á Bollu prinsessu neyðast þau til að flýja til Rumpuskógar þar sem íbúarnir eru margir afar sérstakir, jafnvel hættulegir. Og spennan magnast!
Fyrsta bók Rumpuskógur Nadia Shireen Kver bókaútgáfa Rumpuskógur eftir Nadiu Shireen er hrikalega fyndin, frumleg og spennandi bók sem lýsir ótrúlegu ævintýri borgarrefanna og systkinanna Nönnu og Tedda. Eftir óheppilegt atvik sem tengist rófunni á Bollu prinsessu neyðast þau til að flýja til Rumpuskógar þar sem íbúarnir eru margir afar sérstakir, jafnvel hættulegir. Og spennan magnast!
Rumpuskógur: látum feldi fljúga Nadia Shireen Kver bókaútgáfa Æsispennandi og kostuleg ævintýri borgarrefanna og systkinanna Nönnu og Tedda halda hér áfram. Nú búa þau í Rumpuskógi og óvæntur gestur birtist. Þetta er einkar reffilegur refur en er hann með hættulegar áætlanir á prjónunum? Sprenghlægileg og spennandi bók, sem er skemmtilega myndlýst af höfundi.
Rumpuskógur: látum feldi fljúga Nadia Shireen Kver bókaútgáfa Æsispennandi og kostuleg ævintýri borgarrefanna og systkinanna Nönnu og Tedda halda hér áfram. Nú búa þau í Rumpuskógi og óvæntur gestur birtist. Þetta er einkar reffilegur refur en er hann með hættulegar áætlanir á prjónunum? Sprenghlægileg og spennandi bók, sem er skemmtilega myndlýst af höfundi.