Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Salka: Tölvuheimurinn

Forsíða bókarinnar

Eftir að Benedikt forseti hafði sett neyðarútgöngubann á um allt land kynnti hann Tölvuheiminn, sýndarveruleikaútgáfu af okkar eigin lífi, fyrir þjóðinni. Þar var hægt að gera allt sem maður vildi og verið nákvæmlega sá sem mann hefur alltaf dreymt um að vera. Þjóðin sökk djúpt ofan í Tölvuheiminn og ég hafði áhyggjur af því að við kæmumst aldrei út úr honum. En svo sagði afi dálítið sem átti eftir að breyta öllu og þar með hófst mesta ævintýri lífs míns. Sem betur hafði ég Dag, Kristínu og Henrý mér til halds og trausts.