Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Sandárbókin

pastoralsónata

Forsíða kápu bókarinnar

Ein vinsælasta saga höfundarins, sterk og áleitin, þar sem ótal kenndir og tilfinningar krauma undir sléttu yfirborðinu. Málari sem hefur sest að í hjólhýsabyggð ætlar að einbeita sér að því að mála tré, en dvölin er þó öðrum þræði hugsuð til að öðlast hugarró eftir ýmis áföll í lífinu. Útgáfan er hluti af nýrri ritröð bóka Gyrðis Elíassonar.