Nadía og netið Segðu frá Alex!

Forsíða kápu bókarinnar

Það er föstudagur og Alex hlakkar til bekkjarpartísins. Skyndilega fær hann vinabeiðni frá ókunnugri stelpu og byrjar að spjalla. Þegar hún biður um myndir hikar hann fyrst – en svo fer allt á versta veg. Hjálpleg og aðgengileg bók sem hvetur börn á aldrinum 6–14 ára og foreldra þeirra til samtals um lífið á netinu.

Það er föstudagur og Alex slappar af í símanum fyrir bekkjarpartíið sem hann hefur hlakkað til. Skyndilega bætir ókunn stelpa honum við sem vin. Alex hefur ekkert annað að gera og byrjar að skrifast á við nýju vinkonuna. Þegar hún biður um myndir af Alex hikar hann fyrst – og svo fer allt á versta veg.

Segðu frá Alex! Er ein af þremur bókum í seríunni um Alex í bókaflokknum Nadía og netið. Bækurnar eru fyrirbyggjandi lesning sem auðveldar börnum á aldrinum 6-14 ára og fullorðnum að eiga erfiðar en nauðsynlegar samræður um karlmennsku, kynferðisbrot, hópþrýsting og afbrot.