Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Sextíu kíló af kjafts­höggum

Sjálfstætt framhald verðlaunaskáldsögunnar Sextíu kíló af sólskini. Gesti Eilífssyni þykir nútíminn arka of hægt um síldarsumur í Segulfirði. Hann er átján ára fyrirvinna fimm manna heimilis, fátæktin er sár en þó er ekki laust við ljós­glæt­ur eins og óvæntan unað ástarinnar. Loks eygir kotungurinn von um betra líf þegar stórhuga Norðmenn vilja kaupa gömlu Skriðujörðina.