Sextíu kíló af kjafts­höggum

Sjálfstætt framhald verðlaunaskáldsögunnar Sextíu kíló af sólskini. Gesti Eilífssyni þykir nútíminn arka of hægt um síldarsumur í Segulfirði. Hann er átján ára fyrirvinna fimm manna heimilis, fátæktin er sár en þó er ekki laust við ljós­glæt­ur eins og óvæntan unað ástarinnar. Loks eygir kotungurinn von um betra líf þegar stórhuga Norðmenn vilja kaupa gömlu Skriðujörðina.