Höfundur: Hallgrímur Helgason

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Hjartað mitt Jo Witek Drápa Hjartað mitt litla er heimur, einn himinvíður geimur. Sem hljóðfæri hjarta mitt er sem leikur á líðan mín hver. Ljóðabarnabók um tilfinningar í snilldarlegri þýðingu Hallgríms Helgasonar rithöfunds.
Koma jól? Hallgrímur Helgason og Rán Flygenring Angústúra Jólaljóðabók eftir einstaka listamenn sem kveðst á við fræga bók Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma. Hér er að finna nýjustu fréttir af Grýlu og Jólakettinum og jafnframt stíga hinar jökulhressu Grýludætur, systur jólasveinanna, fram úr þúsund ára löngum skugga bræðra sinna og arka til byggða, hver með sínu lagi og hrekkjabrögð í farteskinu.
Sextíu kíló af kjaftshöggum Hallgrímur Helgason Forlagið - JPV útgáfa Nútíminn arkar hægt um síldarsumur í Segulfirði. Gestur er átján ára fyrirvinna fimm manna heimilis, fátæktin er sár en þó er ekki laust við ljósglætur eins og óvæntan unað ástarinnar. Dag einn vilja stórhuga framtíðarmenn kaupa gömlu Skriðujörðina. Skáldsagan hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2021, líkt og Sextíu kíló af sólskini 2018.