Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Sextíu kíló af sunnudögum

Forsíða kápu bókarinnar

Þegar Gesti Eilífssyni berst óvænt sendibréf leggur hann upp í langferð. Í Ameríku kynnist hann nýjum og framandi heimi en líka áður ókunnum hliðum á sjálfum sér. Á meðan breytist allt í firðinum hans heima. Hér lýkur Hallgrímur Helgason stórvirkinu um síldarævintýrið á Segulfirði, þríleik þjóðar sem þráði betra líf, þurr gólf og ljós í tilveruna.