Sigurverkið

Forsíða bókarinnar

Söguleg skáldsaga sem gerist á Vestfjörðum og í Kaupmannahöfn á 18. öld; margslungin frásögnin lýsir á áhrifaríkan hátt beiskum örlögum alþýðufólks og valdinu sem það verður að lúta. Sagnameistarinn Arnaldur fetar hér nýja slóð, því bókin er að hluta byggð á raunverulegum atburðum og persónum sem stíga fram á sviðið í trúverðugri og mergjaðri sögu.