Sjáandinn

Johnny Smith liggur lengi í dái eftir alvarlegt bílslys. Þegar hann vaknar úr dáinu finnur hann að dulrænar gáfur sem hann uppgötvaði í æsku hafa magnast um allan helming. Einstakir hæfileikar hans til að skyggnast fram í tímann reynast honum þó fremur bölvun en blessun.
Eftir langt hlé koma bækur Stephen King, konungs sálfræðitryllanna, nú aftur út á íslensku.