Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Skaði

Forsíða bókarinnar

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðgeir og teymi hans er kallað að tjaldsvæðinu í Herjólfsdal eftir að ljóst er að þar hafa átt sér stað voveiflegir atburðir. Skemmtiferð vinahjóna virðist hafa farið á annan veg en til stóð og ljóst er að margt býr undir yfirborði og ásjónu fólks. Rannsókn lögreglunnar teygir anga sína víða, allt frá eldfjallaeyjunni til frumskóga Mið-Ameríku.

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðgeir og teymi hans er kallað að tjaldsvæðinu í Herjólfsdal eftir að ljóst er að þar hafa átt sér stað voveiflegir atburðir. Skemmtiferð vinahjóna virðist hafa farið á annan veg en til stóð og ljóst er að margt býr undir yfirborði og ásjónu fólks. Rannsókn lögreglunnar teygir anga sína víða, allt frá eldfjallaeyjunni til frumskóga Mið-Ameríku.

Skaði er hörkuspennandi saga sem talar beint inn í samtímann. Sólveig hlaut Blóðdropann, verðlaun fyrir bestu íslensku glæpasöguna, fyrir bók sína Fjötra.