Ísbirnir
Það er órói í samfélaginu. Eitthvað slæmt liggur í loftinu. Þegar Dagbjört, samfélagsmiðlastjarna í blóma lífsins, hverfur sporlaust þarf Guðgeir að hafa sig allan við að leysa málið. Hver klukkustund telur og eftir því sem líður á rannsóknina rætist versta martröð lögreglunnar. Hvarf Dagbjartar er ekki einangrað tilvik.