Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Skáld­leg afbrota­fræði

Bráðskemmtileg saga sem bregður upp litríkri mynd af samfélagi og tíðaranda í byrjun 19. aldar. Þá voru tímarnir að breytast og ný viðhorf að mótast í veröldinni, jafnvel í Tangavík, örsmáu þorpi á hjara veraldar. Kúgun og frelsi, glæpur og refsing, stórbrotnar persónur þessa heims og annars, allt þetta og fleira til fellir Einar Már saman í magnaðan vef af alkunnri list.