Skuggaleikur

Morðin í Leirvík 2

Kona hverfur við undarlegar aðstæður og allt bendir til þess að henni hafi verið rænt. Stuttu síðar rekur lík á land í Leirvík, friðsælu sjávarþorpi við Eyrarsund og erfiðlega gengur að bera kennsl á líkið.

Rannsóknarfulltrúinn Helena Vesterberg býr í Leirvík og blandast í málið því konunni sem var rænt er Lísa, besta vinkona Helenu. Helena gerir allt í sínu valdi til þess finna Lísu og eftir því sem rannsóknin á hvarfi hennar vindur upp á sig kemur í ljós að ekki er allt með felldu í þorpinu snotra við Eyrarsund. Pólitísk öfl reyna að hafa áhrif á gang lögreglumála á staðnum og allt er á suðupunkti vegna yfirvofandi leiðtogafundar Evrópu í nágrenninu.

Inn í æsispennandi atburðarásina fléttast flókið einkalíf Helenu sem, ásamt því að hugsa um aldraðan föður sinn, reynir að halda nýjum kærasta leyndum fyrir samstarfsfólki sínu, með misjöfnum árangri.