Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Skuggaleikur

Morðin í Leirvík 2

  • Höfundur Anna Bågstam
  • Lesari Birgitta Birgisdóttir
  • Þýðandi Halla Sverrisdóttir
Forsíða bókarinnar

Lísa, besta vinkona rannsóknarfulltrúans Helenu, hverfur við undarlegar aðstæður og allt bendir til þess að henni hafi verið rænt. Helena reynir allt sem hún getur til að hafa upp á vinkonu sinni. Stuttu síðar rekur lík, sem erfiðlega gengur að bera kennsl á, á land í sjávarþorpinu Leirvík. Fljótlega kemur í ljós að ekki er allt með felldu við Eyrarsundið.

Kona hverfur við undarlegar aðstæður og allt bendir til þess að henni hafi verið rænt. Stuttu síðar rekur lík á land í Leirvík, friðsælu sjávarþorpi við Eyrarsund og erfiðlega gengur að bera kennsl á líkið.

Rannsóknarfulltrúinn Helena Vesterberg býr í Leirvík og blandast í málið því konunni sem var rænt er Lísa, besta vinkona Helenu. Helena gerir allt í sínu valdi til þess finna Lísu og eftir því sem rannsóknin á hvarfi hennar vindur upp á sig kemur í ljós að ekki er allt með felldu í þorpinu snotra við Eyrarsund. Pólitísk öfl reyna að hafa áhrif á gang lögreglumála á staðnum og allt er á suðupunkti vegna yfirvofandi leiðtogafundar Evrópu í nágrenninu.

Inn í æsispennandi atburðarásina fléttast flókið einkalíf Helenu sem, ásamt því að hugsa um aldraðan föður sinn, reynir að halda nýjum kærasta leyndum fyrir samstarfsfólki sínu, með misjöfnum árangri.