Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Skuggavíddin

Forsíða kápu bókarinnar

Í einræðisríki Pinochets í Chile kemur órólegur karlmaður inn á ritstjórnarskrifstofu dagblaðs á vegum stjórnarandstæðinga í landinu. Hann er öryggissveitarmaður. Ég vil segja frá því sem ég hef gert, segir hann, og blaðakonan kveikir á upptökutæki til að hlýða á vitnisburð sem opnar dyr inn í áður óþekkta vídd.

Nona Fernández (f. 1971) virkjar ímyndunaraflið til að komast á staði sem hvorki finnast í minningum né skjölum. Hún tvinnar saman eigin reynslu og sannsögulega atburði og útkoman er áhrifamikil og grípandi. Ein besta bók sem skrifuð hefur verið um þetta átakanlega tímabil í sögu Chile.