Höfundur: Jón Hallur Stefánsson

Brostin jörð

Ung urðu Beth og Gabriel ástfangin og áttu saman dásamlegt sumar. Áratug síðar býr Beth enn í sveitinni, gift góðum manni, þegar æskuástin snýr aftur. Óútkljáð fortíðin varpar dimmum skugga og eldfim leyndarmál knýja Beth til að taka erfiðar ákvarðanir. Hjartnæm, grípandi og spennuþrungin saga þar sem sterkar tilfinningar ýta fólki út á ystu nöf.

Útvörðurinn

Jack Reacher kemur í veg fyrir mannrán í smábæ í Tennessee-fylki. Tölvukerfi bæjarins liggur niðri eftir gagnaárás og maðurinn sem Reacher bjargaði reynist hafa verið upplýsingatæknistjóri í plássinu. En hvers vegna eru allir þessir rússnesku glæponar á höttunum eftir óbreyttri tölvublók? Þetta er tuttugasta og fimmta bókin um töffarann Reacher.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Allt sem við misstum í eldinum Mariana Enriquez Angústúra Dáleiðandi smásögur eftir argentíska rithöfundinn Mariönu Enriquez, eina athyglisverðustu bókmenntarödd Rómönsku-Ameríku, sem vísa í sögulegan og pólitískan veruleika Argentínu. Magnaðar sögur sem hafa vakið athygli víða um heim og verið þýddar á 28 tungumál.
Dauðahliðið Lee Child Forlagið - JPV útgáfa Þegar harðnaglinn Reacher sér hring í glugga veðlánarabúðar í Wisconsin ákveður hann að leita uppi konuna sem átti hann og komast að því af hverju hún lét hann af hendi. Þar með hefst örlagarík ferð sem leiðir hann um rykuga vegi Miðvesturríkjanna og niðurnídd þorp á heimsenda þar sem allir eiga leyndarmál og spurningum er illa tekið.
Ef við værum á venjulegum stað Juan Pablo Villalobos Angústúra Í borginni Lagos de Moreno í Mexíkó eru fleiri kýr en manneskjur og fleiri prestar en kýr. Íbúarnir gera uppreisn gegn stjórnvöldum vegna kosningasvindls sem verður upphafið að kostulegu ferðalagi sögumanns um ólíkar deildir hins mexíkanska þjóðlífs.
Hrein Alia Trabucco Zerán Benedikt bókaútgáfa Estela situr inni, borin þungum sökum. Hún rekur sögu sína frá því hún flutti til borgarinnar og réð sig í vist á heimili velstæðra hjóna. Þar vann hún húsverkin og sinnti barni í sjö ár, sem var langur tími þegar valdaójafnvægið er yfirþyrmandi og félagsleg einangrun algjör. Hún ætti að vera farin aftur heim en einn daginn er það orðið of seint.
Hundaheppni Lee Child Forlagið - JPV útgáfa Jack Reacher kynnist eldri hjónum sem eru lent í klónum á okurlánara. Þar sem okkar maður er ávallt reiðubúinn að taka bófa í bakaríið, býður hann fram aðstoð sína. Og áður en langt um líður er hann búinn að egna upp bæði úkraínsku og albönsku mafíuna í plássinu – með verulega blóðugum afleiðingum.
Kramp María José Ferrada Angústúra Hin sjö ára M slæst í för með föður sínum D milli bæja þar sem hann selur byggingarvörur frá framleiðandanum Kramp á tímum Pinochet-harðstjórnarinnar í Chile. Saklaust barnið heillast af heimi farandsölumannanna og gerir sér aðeins óljósa grein fyrir þeirri pólitísku spennu sem kraumar undir niðri í samfélaginu.
Sjáumst í ágúst Gabriel García Márquez Forlagið - Mál og menning Dýrðleg saga um heita þrá, hugrekki og frelsi eftir Nóbelshöfundinn Márquez. Anna Magdalena hefur verið gift í 27 ár og átt farsælt líf í borginni. En í ágúst ár hvert fer hún út í eyna þar sem móðir hennar er jörðuð og finnur sér elskhuga til einnar nætur. Sagan var óbirt þegar Márquez lést 2014 og kemur fyrst út nú; óvæntur fengur fyrir lesendur.
Skuggavíddin Nona Fernández Angústúra Í einræðisríki Pinochets í Chile kemur órólegur karlmaður inn á ritstjórnarskrifstofu dagblaðs á vegum stjórnarandstæðinga í landinu. Hann er öryggissveitarmaður. Ég vil segja frá því sem ég hef gert, segir hann, og blaðakonan kveikir á upptökutæki til að hlýða á vitnisburð sem opnar dyr inn í áður óþekkta vídd.