Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Snjóflygsur á næturhimni

Um ljósmyndir, minningar og snertingu við veruleikann

Forsíða bókarinnar

Ljósmyndir móta minningar okkar og viðhorf til umhverfis, náttúru og samferðafólks en þær eru líka áhrifamikill miðill í listsköpun og gagnlegar til skynjunar og skilnings á heiminum. Hér fjallar Sigrún Alba á persónulegum og heimspekilegum nótum um hlutverk ljósmynda í daglegu lífi og hvernig þær varpa nýju ljósi á veröldina.