Höfundur: Sigrún Alba Sigurðardóttir

Sumarblóm og heimsins grjót

Grípandi örlagasaga um ást og vináttu, flókin fjölskyldubönd og aðferðir fólks til að bjarga sér á fyrri hluta 20. aldar. Þegar Sóley stendur ein uppi með nýfætt barn þarf hún að gangast undir samkomulag sem færir henni bæði frelsi og fjötra. Áföllin dynja yfir en seiglan fleytir henni langt. Fyrsta skáldsaga höfundar, innblásin af sönnum atburðum.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Snjóflygsur á næturhimni Um ljósmyndir, minningar og snertingu við veruleikann Sigrún Alba Sigurðardóttir Forlagið - Mál og menning Ljósmyndir móta minningar okkar og viðhorf til umhverfis, náttúru og samferðafólks en þær eru líka áhrifamikill miðill í listsköpun og gagnlegar til skynjunar og skilnings á heiminum. Hér fjallar Sigrún Alba á persónulegum og heimspekilegum nótum um hlutverk ljósmynda í daglegu lífi og hvernig þær varpa nýju ljósi á veröldina.
Sumarblóm og heimsins grjót Sigrún Alba Sigurðardóttir Forlagið - Mál og menning Grípandi örlagasaga um ást og vináttu, flókin fjölskyldubönd og aðferðir fólks til að bjarga sér á fyrri hluta 20. aldar. Þegar Sóley stendur ein uppi með nýfætt barn þarf hún að gangast undir samkomulag sem færir henni bæði frelsi og fjötra. Áföllin dynja yfir en seiglan fleytir henni langt. Fyrsta skáldsaga höfundar, innblásin af sönnum atburðum.