Sögur Belkíns

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Sögur Belkíns er fyrsta prósaverkið sem Aleksander Púshkín lauk við. Brugðið er á leik með þekkt stef, s.s. rómantíska hetju, draugasöguna, hugljúfar ástir og óvænt endalok. Sögurnar eru fullar lífsgleði, glettni og umhyggju fyrir sögupersónum og höfðu sumar ófyrirséð áhrif á rússneskar bókmenntir. Eftirmáli um verkið fylgir þýðingunni.