Sögurnar okkar
11 norrænar smásögur
Í þessari bók má finna fjölbreyttar smásögur fyrir börn og ungmenni eftir eftirtektarverða höfunda frá Norðurlöndunum. Sögurnar fjalla allar á einn eða annan hátt um vináttu, samskipti og allar þær margvíslegu tilfinningar sem fylgja því að vaxa úr grasi. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar framlag Íslands í bókina.