Sólskinshestur

Forsíða bókarinnar

Áhrifamikil saga um ástlausan uppvöxt í stóru húsi og óhöndlanlega hamingju, um draumóra og kaldan veruleika, æskuást sem týnist og birtist á ný, djúpa sorg – og um dauðann. Þessi einstaka skáldsaga, í senn bráðfyndin og nístandi sár, kom fyrst út 2005 og er ein skærasta perlan í höfundarverki Steinunnar. Guðrún Steinþórsdóttir skrifar eftirmála.