Höfundur: Steinunn Sigurðardóttir

Ból

LínLín er ekki fisjað saman. Þrátt fyrir sáran missi og þung áföll stendur hún keik. En nú er komið að ögurstund: Náttúran fer hamförum við sælureitinn hennar í sveitinni. Einbeitt heldur hún þangað, til móts við minningarnar, leyndarmálin og sorgirnar stóru. Mögnuð saga um ofurást og hjartasorg, styrk og uppgjöf, eldheitt verk frá snilldarhöfundi.

Sólskinshestur

Áhrifamikil saga um ástlausan uppvöxt í stóru húsi og óhöndlanlega hamingju, um draumóra og kaldan veruleika, æskuást sem týnist og birtist á ný, djúpa sorg – og um dauðann. Þessi einstaka skáldsaga, í senn bráðfyndin og nístandi sár, kom fyrst út 2005 og er ein skærasta perlan í höfundarverki Steinunnar. Guðrún Steinþórsdóttir skrifar eftirmála.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Sólskinshestur Steinunn Sigurðardóttir Forlagið Áhrifamikil saga um ástlausan uppvöxt í stóru húsi og óhöndlanlega hamingju, um draumóra og kaldan veruleika, æskuást sem týnist og birtist á ný, djúpa sorg – og um dauðann. Þessi einstaka skáldsaga, í senn bráðfyndin og nístandi sár, kom fyrst út 2005 og er ein skærasta perlan í höfundarverki Steinunnar. Guðrún Steinþórsdóttir skrifar eftirmála.
Systu megin Steinunn Sigurðardóttir Forlagið - Mál og menning Hárbeitt og meinfyndin skáldsaga um utangarðsfólk sem fær hér bæði rödd og ásýnd. Systa býr ein í kjallarakompu og dregur fram lífið með dósasöfnun, en þegar henni býðst aukið öryggi í skiptum fyrir frelsi er úr vöndu að ráða. Ærslafullur stíll Steinunnar Sigurðardóttur gefur verkum hennar einstakan blæ og nú bætist Systa í hóp ógleymanlegra per...
Tíminn á leiðinni Steinunn Sigurðardóttir Forlagið - Mál og menning Í nýrri ljóðabók höfuðskáldsins Steinunnar Sigurðardóttur er tíminn meginstefið; kynslóðirnar, árstíðirnar, upphaf og endalok – horft er bæði inn á við og út í heiminn, á náttúruna, lífið sjálft. Ljóðmálið er í senn leikandi létt og hnitmiðað, myndir dregnar skýrum og oft óvæntum dráttum, ærsl og alvara vegast á.