Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Rit Árnsstofnunar nr.115 Söngbók séra Ólafs Jónssonar á Söndum

Forsíða kápu bókarinnar

Kvæði með nótum ætluð bæði fræðimönnum og áhugafólki um tónlist og sögu íslenskrar tónlistar.

Lögin við Kvæðabók Ólafs Jónssonar á Söndum eru merkur þáttur í tónlistarsögu Íslands á 17. öld. Ekkert annað skáld, að undanskildum séra Oddi Oddssyni á Reynivöllum, orti svo marga sálma og kvæði við lög sem annars voru ekki kunn og sem fengu í flestum tilvikum ekki útbreiðslu nema við þann kveðskap sem Ólafur hafði klætt þau í. Tengslin við þýska tónmenningu eru einkar áhugaverð og er það verðugt rannsóknarefni fyrir fræðimenn framtíðarinnar að grennslast frekar fyrir um fyrirmyndir þeirra laga sem enn er óvíst hvaðan komu. Þá er Kvæðabók Ólafs á Söndum mikilvæg áminning um það að kvæði og sálmar voru almennt ekki lesin heldur sungin fyrr á öldum, eins og nótur og lagboðar eru til vitnis um.