Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Stjáni og stríðnispúkarnir: Spítalapúkar

Forsíða kápu bókarinnar

Bækurnar um Stjána eru spennandi valkostur fyrir krakka sem eru að ná góðum tökum á lestri.

Það þarf að taka hálskirtlana úr Stjána og hann þarf að dvelja á spítala í eina nótt. Hann er dálítið kvíðinn. Litlu stríðnispúkarnir segja Stjána að hafa engar áhyggjur því þeir komi auðvitað með og passi upp á hann. En hvað gerist? Villast púkarnir kannski á göngum spítalans?