Stjáni og stríðnispúkarnir Spítalapúkar

Forsíða bókarinnar

Bækurnar um Stjána eru spennandi valkostur fyrir krakka sem eru að ná góðum tökum á lestri.

Það þarf að taka hálskirtlana úr Stjána og hann þarf að dvelja á spítala í eina nótt. Hann er dálítið kvíðinn. Litlu stríðnispúkarnir segja Stjána að hafa engar áhyggjur því þeir komi auðvitað með og passi upp á hann. En hvað gerist? Villast púkarnir kannski á göngum spítalans?