Sporbaugar

Forsíða kápu bókarinnar

Booker-verðlaunabók ársins 2024. Í þessari skáldsögu er lýst sólarhring í lífi sex geimfara á ferð um sporbauga jarðar. Brugðið er upp svipmyndum af jarðnesku lífi þeirra en umfram allt er bókin þó um einstaka upplifun af því að fara um geiminn á ógnarhraða. Hrífandi lofsöngur til umhverfis okkar og jarðarinnar, ritaður á fögru, litríku máli.

BÓK ÁRSINS 2024:

Sunday Times, Guardian, Financial Times, Times, Daily Mail, Daily Mail, New Statesman, Oprah Daily, Chicago Tribune, Globe and Mail

Breski skáldsagnahöfundurinn Samantha Harvey (f. 1975) er margverðlaunuð fyrir skáldsögur sínar. Sporbaugar er fyrsta bókin eftir hana sem kemur út á íslensku. Auk hinna virtu Booker-verðlauna hrepptu Sporbaugar m.a. Hawthornden-verðlaunin auk þess að vera tilnefnd til Orwell-verðlaunanna og Ursula K.Le Guin-verðlaunanna.