Höfundur: Samantha Harvey

Sporbaugar

Booker-verðlaunabók ársins 2024. Í þessari skáldsögu er lýst sólarhring í lífi sex geimfara á ferð um sporbauga jarðar. Brugðið er upp svipmyndum af jarðnesku lífi þeirra en umfram allt er bókin þó um einstaka upplifun af því að fara um geiminn á ógnarhraða. Hrífandi lofsöngur til umhverfis okkar og jarðarinnar, ritaður á fögru, litríku máli.