Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Spunatíð

Forsíða kápu bókarinnar

Í þessari nýju ljóðabók er spunnið úr þjóðlegum þráðum en einnig ferskum og framandi svo úr verður fjölbreyttur vefur þar sem fléttast saman frjáls póesía og háttbundin ljóð. Hjartsláttur lífsins er aldrei langt undan. Spunatíð er ellefta frumsamda ljóðabók Aðalsteins Ásbergs, en ljóð hans hafa verið þýdd og gefin út á mörgum tungumálum.