Stærðfræði 1 með kennslumyndböndum
Ný og endurskoðuð kennslubók sem er ætluð nemendum sem ekki hafa hlotið nægan undirbúning í stærðfræði til þess að hefja nám á öðru þrepi í framhaldsskóla. Hún er jafnframt hugsuð fyrir þá nemendur sem hafa lokið fornámsáföngum í stærðfræði.
Það er nýjung í þessari útgáfu bókarinnar að hverjum kafla fylgir ítarefni í formi kennslumyndbanda sem hægt er að nálgast með QR-kóðum í mismunandi lit. Þar er farið nánar yfir efni bókarinnar og það útskýrt í máli og myndum.