Stelpur stranglega bannaðar

Forsíða bókarinnar

Bíddu ha? Sónarmynd... í símanum hennar ömmu? GÆTU HLUTIRNIR MÖGULEGA ORÐIÐ EITTHVAÐ VERRI?

Nýja stelpan í bekknum er búin að stela bestu vinkonu Þórdísar. Staða hennar sem eina stelpan í stórfjölskyldunni er í hættu. Þórdís vonar að þetta séu óþarfa áhyggjur; að hún haldi stöðu sinni í fjölskyldunni og nái að endurheimta bestu vinkonu sína.

Hún þráir ekkert heitar en að allt verði eins og áður.

Stelpur stranglega bannaðar er fyrsta bók Emblu Bachmann, enda Embla nýorðin 17 ára gömul. Hún er þó ekki alveg ókunnug ritlistinni því hún hef­ur tekið þátt í rit­keppn­um, unnið flest­ar þeirra, og skrifað smá­sög­ur og ljóð frá því hún var í grunn­skóla.