Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Furðufjall 3 Stjörnuljós

  • Höfundur Gunnar Theodór Eggertsson
  • Myndir Fífa Finnsdóttir
Forsíða bókarinnar

Lokabindið í Furðufjalls-seríunni, sem er æsispennandi og ríkulega myndskreytt ævintýrasería fyrir börn og unglinga. Álfastúlkan Íma situr fangin ofan í gömlum hallarrústum þegar hvítur köttur birtist skyndilega. Andreasi er rænt af álfunum en verra er þó að erkióvinur hans, prinsinn, hefur fundið Hulinseyju og hyggur á hefndir.