Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Stóra stundin

Forsíða kápu bókarinnar

Nokkrum dögum fyrir aðfangadagskvöld finnast eldri hjón myrt á hrottalegan hátt á heimili sínu fyrir utan bæinn Hagfors. Við fyrstu sýn virðist um að ræða rán sem hefur farið úrskeiðis en frekari rannsókn lögregluparsins Berglund og Wilander leiðir í ljós undarlega og óþægilega málavexti.

Blaðakonan Magdalena Hansson er komin aftur til vinnu eftir langt veikindaleyfi og verður fljótlega þátttakandi í æsilegri morðrannsókn sem skekur bæinn.

Elín Guðmundsdóttir íslenskaði.

Stóra stundin er sjálfstæð bók í hinni margrómuðu Hagfors-seríu eftir sænsku glæpasagnadrottninguna Ninni Schulman. Hún er sjötta bókin sem kemur út eftir hana á íslensku. Hinar eru Stúlkan með snjóinn í hárinu, Leyndarmálið okkar, Velkomin heim, Þegar allar hklukkur stöðvast og Bara þú sem allar hafa fengið frábærar viðtökur íslenskra lesenda.

„Einn okkar fremsti glæpasagnahöfundur og samfélagsrýnir." – Kristianstadsbladet

„Í hæsta gæðaflokki glæpasagna.“ – Skånska Dagbladet

♥︎♥︎♥︎♥︎♥︎ – Femina

„Glæpaskáldskapur sem hefur upp á allt að bjóða.“ ★★★★ – Jyllands-Posten