Núllkynslóðin
Síðsumarsnótt eina fer rafmagn skyndilega af stórum hluta Skánar. Fabian Risk og Matilda dóttir hans verða vitni að því úr seglbáti á Eyrarsundi þegar kolniðamyrkur skellur á. Í Helsingborg hafa Fabian og samstarfsmenn hans verið að rannsaka fjölda einkennilegra mála sem tengjast dularfullu rafmagnsleysi.